Lonicera maackii

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
maackii
Yrki form
Erubescens
Íslenskt nafn
Mongólatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 5 m hár. Börkurinn dökkgrár, flagnar. Ungar greinar oft dökkpurpura, með þétt hvít dúnhár.
Lýsing
Blóm með bleika slikju, að öðru leiti eins og f. podocarpa þ. e.allt að 3 m breiður, greinar útstæðar, runninn útbreiddur, blómin hvít til gul. Berin rauð.
Uppruni
Yrki.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Í limgerði, klippt eða óklippt, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem þrífst mjög vel.