Lonicera morrowii

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
morrowii
Íslenskt nafn
Vindtoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, seinna gulleitur.
Blómgunartími
Vor sumar.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Þétt greindur, lauffellandi runni allt að 2 m hár. Ungar greinar ógreinilega fjórkantaðar, með þétt, stutt, mjúk dúnhár.
Lýsing
Lauf allt að 5 × 2,5 sm, aflöng eða egglaga til oddbaugótt, snubbótt, stöku sinnum hálfydd, bogadregin við grunninn, ljósgræn og dúnhærð, neðan. Blómin hvít, seinna gul, tvö og tvö saman, í blaðöxlunum, blómleggir allt að 1,5 sm. stoðblöð bandlaga, nokkuð laufkennd, smástoðblöð oddbaugótt. Bikarblöð breiðlensulaga, allt að 1 mm. Króna 13 mm, dúnhærð utan, efri vörin skipt að grunni, hliðskökk. Berin allt að 7×8 mm, íflöt-hnöttótt, dökkrauð, glansandi. Fræ 3×2 mm, egglaga eða hnöttótt-egglaga. Ε
Uppruni
Japan
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í óklippt limgerði, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem var sáð til 1985 og gróðursett í beð 1989. Hefur kalið dálítið flest ár.Harðgerður, líkist nokkuð dúntopp sem er dúnhærður, bæði á efra og neðra borði blaða.