Lonicera nigra

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
nigra
Íslenskt nafn
Surtartoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Móbleikur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
-1.5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár, bogamyndaður. Greinar sterklegar.
Lýsing
Lauf allt að 5 sm, oftast oddbaugótt, skærgræn, hárlaus eða dúnhærð á miðtauginni á neðraborði . Blómin móbleik, með tvær varir, tvö og tvö saman í blaðöxlunum. Blómleggir grannir, Berin blásvört, samvaxin við grunninn.
Uppruni
Fjöll í M og S Evrópu.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar' og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í óklippt limgerði, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær, gamlar plöntur og ein planta, sem var sáð til 1981 og gróðursett í beð 1984 og ein planta sem var sáð til 1980 og gróðursett í beð 1985. Allar þrífast sæmilega en kala örlítið flest ár, nema sú sem sáð var til 1981 sem kelur ekkert. Harðgerður.