Lonicera pileata

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
pileata
Íslenskt nafn
Vetrartoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Sígrænn'hálfsígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Lágvaxin oft jarðlægur, sígrænn eða hálf-sígrænn runni. Greinarnar oft láréttar. Ungir sprotar purpuralitir, þéttdúnhærðir.
Lýsing
Lauf allt að 3 × 1,25 sm, tvíraða, egglaga-aflöng eða ögn tígullaga snubbótt eða bogadregin, mjókka að grunni, næstum hárlaus, glansandi dökkgræn. Blómin gulhvít, tvö og tvö saman, legglaus. Stoðblöðin lensulaga-sýllaga. Bikarinn myndar kraga sem nær yfir jaðar reifanna. Króna allt að 8 mm, trektlaga, dúnhærð á ytraborði, grunnur hnúðóttur. Berin er 5 mm, í þvermál, hnöttótt, fjólublá, hálfgagnsæ, með útvöxt á bikarnum frá toppnum.
Uppruni
Kína.
Harka
5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beðkamta, sem þekjuplanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2009 og gróðursett í beð 2010.