Lonicera quinquelocularis

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
quinquelocularis
Íslenskt nafn
Hvíttoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, stundum lítið tré, allt að 4 m hátt. Ungir sprotar ögn purpuralitir, þéttdúnhærðir.
Lýsing
Lauf allt að 5 × 4 sm, egglaga, stöku sinnum öfugegglaga eða kringlótt, stutt-odddreginn, stöku sinnum bogadregin, bogadregin eða mjókka smám saman að grunni. Mattgræn og dúnhærð í byrjun að ofan, en grá og með meiri dúnhæringu neðan. Blómin rjómahvít verða seinna gul, tvö og tvö saman í blaðöxlunum. Króna með tvær varir, allt að 2 sm löng, með þétt dúnhár utan, trektin mjó, lítið útvíkkuð. Berin hnöttótt til oddvala, hálfgagnsæ-hvít. Fræin fjólublá.
Uppruni
Himalaja, Kína.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Græðlingar, sveiggræðsla, sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2004.
Yrki og undirteg.
f. translucens (Carr.) Zab. Laufin lengri en á aðaltegundinni, grunnur hjartalaga. Krónupípan greinilega hliðskökk. ε