Lonicera thibetica

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
thibetica
Íslenskt nafn
Tíbettoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfsígrænn.
Blómalitur
Fölpurpura.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár. uppréttur til skriðull, gis-lóhærður.
Lýsing
Lauf allt að 3 sm, aflöng-lensulaga, oft 3 saman, hvassydd, djúpgræn, glansandi ofan, hvítlóhærð neðan. Blómin tvö og tvö saman í blaðöxlunum. Krónan 1,5 sm, fölpurpura, upprétt, pípu-klukkulaga, 5-flipótt, ullhærð innan, oft dúnhærð utan, bikarblöð lensulaga til egglaga, oddarnir hvassyddir. Stoðblöð bandlaga, lensulaga. Stíll hálf lengd krónupípuunnar. Berin rauð.
Uppruni
Tíbet, Kína (Sichuan).
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, vetrar- eða sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá og runnabeð, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1988 og gróðursettar í beð 2000, kól talsvert framanaf, þrífst sæmilega.