Lonicera uthaensis

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
uthaensis
Íslenskt nafn
Baugatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur með rauða slikju.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 1,5 m
Vaxtarlag
Náskyldur L. canadensis. Lágvaxinn runni, allt að 1,5 m hár.
Lýsing
Laufin allt að 6 sm, breið-egglaga til aflöng, snubbótt til beggja enda, hárlaus, stöku sinnum lítið eitt hærð neðan, verður hárlaus. Blómin eru í blaðöxlum neðarlega eða í öxlum stoðblaða á greinunum. Krónan allt að 2 sm, pípu-bjöllulaga, 5-flipótt, gulhvít með rauða slikju. Grunnur sekklaga. Berin appelsínurauð.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, vetrar- eða sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1981 og gróðursettar í beð 1990. Þrífast vel, mjög lítið kal.