Lonicera webbiana

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
webbiana
Íslenskt nafn
Kjalartoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur með gulgræna slikju
Blómgunartími
Vor
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 3 m hár.
Lýsing
Lauf 6-10 sm, egglaga til aflöng-öfugegglaga, odddregin, dúnhærð, oft kirtilhærð. Blómin á neðri hluta smágreinanna. Blómleggir kirtilhærðir-langhærðir, sjaldan hárlausir. Króna um 1 sm, með tvær varir, pípan hliðskökk, langhrokkinhærð innan, hvít með gulgræna slikju. Eggleg greinileg, samvaxin til hálfs frá grunni. Berin samvaxin eða ekki, skarlatsrauð. Fræ allt að 0,6 sm.
Uppruni
SA Evrópa, Afganistan, Himalaja.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, vetrar- og sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1979 og gróðursett í beð 1982, og ein sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2000. Þrífast sæmilega, kala dálítið.