Lotus corniculatus

Ættkvísl
Lotus
Nafn
corniculatus
Íslenskt nafn
Akurmaríuskór
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgul en verður rauðleit með aldrinum.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-35 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 5-40 sm, uppsveigð eða jarðlæg. Stönglar allmargir, holir eða ekki holir.
Lýsing
Laufleggir 2-7 mm, smálauf 5-15 sm, 3, egglaga, óreglulega-öfuglensulaga til aflöng. Blómskipun 4-8-blóma, upprétt eða uppsveigð, á löngum blómskipunarlegg. Blómleggir 1-2 mm. Bikarpípa 2,8-3,5 mm, tennur 1,8-2,5 mm, sýllaga. Króna 10-14 mm, skærgul, dökkna og verða rauð með appelsínugulum flikrum, uppsveigð, kjölur hálf-tvíeyrður, hálfmánalaga og stækkaður. Eggleg með 20-40 eggbú. Aldin 1,5-3,5 sm x 2 mm, þunn-aflöng, bogadregin, kleyf, með fíngerða trjónu.
Uppruni
Evrópa, Asía.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, stöngulgræðlingar (rifnir frá neðst á stönglinum) er með langa stólparót og þolir illa rask.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í hleðslur, í veggi, sem þekjujurt.
Reynsla
Hargerð og gullfalleg steinhæðarplanta.