Lotus uliginosus

Ættkvísl
Lotus
Nafn
uliginosus
Íslenskt nafn
Engjamaríuskór
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 10-80 sm, uppsveigð eða upprétt, hárlaus eða hærð, stönglar holir.
Lýsing
Smálauf 8-25 x 3-15 mm, oddlaus eða sívöl, egglaga-oddbaugótt til oddbaugótt, bláleit neðan, axlablöð smá. Blómskipunin 8-12-blóma á 3-10 sm löngum blómskipunarlegg, með stoðblöð. Blómleggir 1-2 mm, bikarpípa 3-4 mm, oft dálítið langhærð, tennur dálítið misstórar, lensulaga. Krónan 10-18 mm, sterkgul, oft brúnrauð, verður dekkri með aldrinum, fáni ögn lengri en vængirnir, kjalkróna löng, hálf-innsveigð, nær ögn fram fyrir vængina. Eggleg með um 50 eggbú, teygð. Aldin 20-30 x 2 mm, sívöl.
Uppruni
Evrópa, Asía, N Afríka
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting eftir blómgun.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í breiðu, í veggi.
Reynsla
Harðgerð og falleg tegund.