Lupinus polyphyllus

Ættkvísl
Lupinus
Nafn
polyphyllus
Yrki form
'Rosea'
Íslenskt nafn
Garðalúpína
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Kröftug, fjölær jurt, allt að 80-100 sm há, venjulega ógreind. Stönglar smá-dúnhærðir.
Lýsing
Smálauf allt að 15 x 3 sm, 9-17, öfugegglaga-lensulaga, hvassydd, hárlaus ofan, lítið eitt silkihærð neðan. Blóm allt að 14 mm, blá, purpura, bleik eða hvít, í krönsum, í nokkuð þéttum klösum, allt að 60 sm löngum. Blómskipunarleggir allt að 8 sm, blómleggir allt að 1,5 sm, stoðblöð 1 sm, bandlaga, skammæ. Bikarflipar heilrendir, kjölur hárlaus. Aldin allt að 4 sm, brún, ullhærð, fræ 4 mm, 5-9 doppótt.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning(rispa fræ), græðlingar með hæl að vori. Fræið er eitrað.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð (þurfa stuðning). Öxin eru falleg sem afskorin blóm.
Reynsla
Meðalharðgerð tegund, sem þarf góðan stað í garðinum. Best er að ala plöntuna upp í sólreit í 2-3 ár fyrir útplöntun í garðinn.