Lychnis flos-jovis

Ættkvísl
Lychnis
Nafn
flos-jovis
Íslenskt nafn
Roðahetta
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skarlatsrauður
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-80 sm
Vaxtarlag
Þétt hvít lóhærð, fjölær jurt með upprétta oftast ógreinda blómstöngla allt að 80 sm háa.
Lýsing
Laufin lensulaga-spaðalaga. Blómskipunin meira eða minna koll-laga með 4-10 blóm. Bikar 10-12 mm, krónutunga um 8 mm, skarlatsrauð, sýld með breið, oft skerta flipa.
Uppruni
Alpafjöll
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Meðalharðgerð (harðgerðari en loðhetta), þolir illa umhleypinga.