Lychnis viscaria

Ættkvísl
Lychnis
Nafn
viscaria
Íslenskt nafn
Límberi
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpurarauður.
Blómgunartími
Júní og júlí.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Hárlaus eða lítið hærð fjölær jurt, með stinna stöngla allt að 60 sm, ógreindir eða dálítið greindir efst, mjög límkennd neðan við efstu liðina.
Lýsing
Laufin oddbaugótt til aflöng-lensulaga. Blómskipunin mjó, slitrótt, minnir á skúfkennt ax með mörg blóm, bikar 6-15 mm með purpura slikju. Krónutunga 8-10 mm, heilrend eða grunnsýld, oftast purpurarauður.
Uppruni
Evrópa, V Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Harðgerð jurt, stundum fremur skammlíf.
Yrki og undirteg.
'Albiflora' hvít, 'Plena' ofkrýnd, 'Splendens' með óvenju stór ljósrauð blóm.