Lychnis x haageana

Ættkvísl
Lychnis
Nafn
x haageana
Íslenskt nafn
Logahetta
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skarlatsrauður til sterk appelsínugulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Skammlíf, fjölær jurt, með allt að 60 sm háa stöngla, sem eru þaktir hæringu, hæringin veit niður á við.
Lýsing
Laufin lensulaga, kirtilhærð. Blómskipunin fáblóma, kirtilhærð. Bikar um 18 mm, krónutunga um 20 mm, breið öfugegglaga, sýld og oftast með mjóar tennur á hvorri hlið og breytilegar tennur á jöðrum flipanna, skarlatsrauð til sterk appelsínugul.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, má fjölga með græðlingum síðsumars.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð í góðu skjóli.
Reynsla
Meðalharðgerð, þola illa næðinga og ljókka blómin oft fljótt ef einhver trekkur er á þeim.
Yrki og undirteg.
L. x arkwrightii er annar blendingur sem er ekki ólíkur ástarloga (lifir oft 2-3 ár í görðum).