Lysimachia punctata

Ættkvísl
Lysimachia
Nafn
punctata
Íslenskt nafn
Útlagi
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær, runnkennd planta.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fagurgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-100 sm.
Vaxtarhraði
Meðalhraður.
Vaxtarlag
Dúnhærð planta, stönglar allt að 90 sm háir, uppréttir.
Lýsing
Laufin allt að 75 x 35 sm, gagnstæð eða í 3-4 laufa krönsum, með lauflegg, lensulaga til oddbaugótt, hvassydd, grunnur bogadreginn, randhærð, dúnhærð, með kirtildoppur á neðra borði. Blómskipunin oftast með tvö blóm saman í lauf-öxlum, blómleggir allt að 3 x lengd bikarsins, allt að 1 sm. Bikar flipar mjó-lensulaga, randhærðir. Króna allt að 1,5 sm í þvermál, gul, flipar egglaga til lensulaga, kirtildúnhærð.
Uppruni
M Evrópa, Litla Asía, hefur numið land í N Ameríku.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð, í blómaengi, í skógarbotn. Þarf uppbindingu síðsumars.
Reynsla
Algeng garðplanta og þrælharðgerð, að minnsta kosti norðanlands.