Lysimachia thyrsiflora

Ættkvísl
Lysimachia
Nafn
thyrsiflora
Íslenskt nafn
Gullskúfur
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-70 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraður.
Vaxtarlag
Fjölær jurt, venjulega hárlaus, en dúnhærð ef hún vex á þurrum stað. Stönglar allt að 70 sm háir, uppréttir.
Lýsing
Lauf allt að 95 x 20 mm, legglaus, lensulaga, með fjölda svartra kirtla. Blómskipunin í þéttum axlastæðum klösum, blómin 7-deild, stoðblöð allt að 5 mm, band-lensulaga, blómleggir styttri en stöðblöðin, bikar allt að 5 mm, flipar band-aflöng, króna allt að 5 mm í þvermál, gul, flipar band-lensulaga. Fræflar lengri en krónan, stíll allt að 10 mm, langær. Aldin mjög lítil.
Uppruni
Evrópa.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Semundirgróður, í skrautblómabeð, við tjarnir.
Reynsla
Hefur lifað lengi í Lystigarðinum.