Lythrum salicaria

Ættkvísl
Lythrum
Nafn
salicaria
Íslenskt nafn
Mararljós
Ætt
Blysjurtaætt (Lythraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Bleikpurpura.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Hærður fjölæringur, allt að 120 sm hár, stönglar ferhyrndir.
Lýsing
Laufin yfirleitt stakstæð eða gagnstæð neðst á stönglinum, lensulaga, allt að 10 x 1,5 sm, legglaus, hjartalaga eða bogadregin í grunninn, æðastrengir áberandi á neðra borði. Blómskipanirnar með laufum, minna á ax (en er það ekki). Blómin í klasaþyrpingum í blaðöxlunum. Blómbotn allt að 6 mm með aukabikarblöð, 2-3 x lengri en bikarfliparnir. Fræflar og stílar af þrem tegundum, fræflar 12.
Uppruni
Evrópa, Asía.
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Græðlingar að vori, skipting.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð planta. Mörg yrki í ræktun sem erfitt er að tengja einni sérstakri tegund. Sum þeirra nefnd hér á eftir.
Yrki og undirteg.
'Atropurpureum' er með dökkpurpura blóm.'Dropmore Purple' er með purpuralit blóm.'Feuerkerze' ('Candlefire') er með skærrauðbleik blóm. 'Lady Seakville' er með skærbleikrauð blóm.'Robert' er með skærrauð blóm.'Roseum Superbum' er með stærri, blóm en aðaltegundin, blómin rósbleik.'The Beacon' er með dökkkrauð blóm.