Mahonia aquifolium

Ættkvísl
Mahonia
Nafn
aquifolium
Íslenskt nafn
Skógarbrydda
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae).
Samheiti
Berberis aquifolium. Berberis fascicularis. Odostemon aquifolium.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Skuggi-hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Síðvetrar.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Runni allt að 2 m hár, oftast lægri, lítið greindur ofan jarðar en myndar mikið af rótarskotum. Stofnar sléttir, grábrúnir.
Lýsing
Smálauf 5-13, legglaus, breytileg, skakk-egglaga, allt að 8 x 4 sm, með 12 þyrnatennur á hvorri hlið, glansandi, dökkgræn en verða purpurarauð á haustin og veturna, gráhrímug neðan í fyrstu, verða ólífugræn, hárlaus. Blóminn ilmandi, gullgul á grönnum legg, mörg á uppréttum klasa allt að 8 sm löngum, 3-4 í knippi, vaxa til hliðar við endabrumið. Aldin hnöttótt, blápururasvört, þykk bláleit, engir stílar.
Uppruni
NV Ameríka
Harka
5
Heimildir
1, www.pfaf.org/user/plant.aspx?latunname=Mahonia+aquifolium
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Sáð var til plöntunnar 1984 og gróðursett í beð 1988. Þrífst vel, kelur lítið og blómstrar orðið árlega (2004) og þroskar fræ í seinni tíð. Berin vinsæl hjá fuglum.