Maianthemum canadense

Ættkvísl
Maianthemum
Nafn
canadense
Íslenskt nafn
Rjóðurtvíbleðla
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi-skuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
7,5-15 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem breiðist út með jarðstönglum og myndar breiðu. Lauf egglaga til egglaga-aflöng, grunnhjartalaga neðst með mjóar skerðingar, hærð eða hárlaus neðan.
Lýsing
Blómstönglar hærðir eða hárlausir. Stöngullauf legglaus eða mjög leggstutt. Aldin fölrauð.
Uppruni
A N-Ameríka.
Heimildir
= 2, www.wildflower.org/plant/result.php?id-plant=MACA4
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður.
Reynsla
Var til í Lystigarðinum, var sáð 1998 og gróðrsett í beð 2004, dauð 2013.