Malus × adstringens

Ættkvísl
Malus
Nafn
× adstringens
Yrki form
Hopa
Höf.
(Hansen)
Íslenskt nafn
Dúnepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Malus Pink Sunburst
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur-résbleikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
-5-7 m erlendis.
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Lítið, breitt og gisgreinótt, upprétt tré allt að 4 m hátt.
Lýsing
Hopa er gamaldags skrautepl og villiepli (crabapple) með æt epli, með fjölda blóma á vorin a.m.k erlendis. Blómstrar áður en laufin koma. Þetta er sumargrænt upprétt tré, hvelft í vextinum með útréttar greinar ögn drúpandi, 5,1-7,6 m há og 4,6-6,1 m breið erlendis. Laufin eru oddbaugótt-egglaga til egglensulaga, oft sepótt, dökkgræn-græn, allt að 7,5 sm löng, stuttydd, hvasssagtennt. Laufn koma í ljós rétt á eftir knúbbunum. Á miðju vori birtast fjölmargir, dökkrauðir-purpurarauðir knúbbarnir á lauflausum greinunum og springa út, blómin eru bleik-rósbleik og ilmandi með hvíta stjörnu í miðjunni. Blómin eru 4-5 sm breið, einföld og standa lengi. Eplin kúlulaga, 2 sm breið, holdið gult, þroskast síðsumars, þau eru skærrauð til skarlatsrauð oftast gulleit á skuggahliðinni. Bikar langær eða skammær. Skordýrafrævun. Á haustin verða laufin gulflikrótt, appelsínugul og appelsinurauð.
Uppruni
Blendingur.
Harka
Z3
Heimildir
7, http://www.learn2grow.com, http://www.sunnygardens.com, http://www.backyardgardener.com
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Stök á grasflöt, notuð fremst í trjákanti, í röðum, í limgerði. Fallegt tré með fallega og æta ávexti. Þetta tré þrífst vel í allskonar jarðvegi en verður fallegra í frjóum jarðvegi með safnhaugamold. Þurfa áburð á fárra ár fresti.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til aðkeypt planta, sem var gróðursett í beð 2005. Innflutt frá Hollandi. Lítil reynsla hérlendis, en hefur blómstrað í garði á Akureyri.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Langt kuldatímabil er nauðsynlegt hvern vetur svo að blómin þroskist á vorin. --- Þetta yrki myndar rótarskot frá rótunum sem eru efst í jarðveginum. -- Plantan er heilbrigðust þar sem sumrin eru hlý og ekki mjög rök. ---- Eplin eru góð að gera hlaup úr.