Malus baccata

Ættkvísl
Malus
Nafn
baccata
Íslenskt nafn
Síberíuepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré
Kjörlendi
Sól (getur vaxið í dálitlum skugga.)
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
-5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni eða lítið tré
Lýsing
Tré eða runni allt að 5 m hár, oft ruglað saman við Malus robusta, Sprotar grannir, hárlausir. Lauf 5-8 sm, egglaga, odddregin, fínsagtennt, ljósgræn, hárlaus ofan og neðan, laufleggur allt að 5 sm langur. Blóm 3-3,5 sm breið, í litlum klösum, hvít. Bikar hárlaus, tennur langyddar, losnar frá aldininu. Aldin 1 sm breið, hnöttótt, gul og rauð.
Uppruni
NA Asía, N Kína.
Harka
Z2
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í þyrpingar, beð, raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til fimm plöntur undir þessu nafni, tvær sem sáð var til 1981 og 1987 og voru gróðursettar í beð 1991, þær kala dálítið flest ár. Aðrar tvær sem sáð var til 1984 og 1985, og voru gróðursettar í beð 1988 og 1992, hafa kalið dálítið flest ár, en ekkert allra síðustu árin, hefur blómstrað æ meira ár hvert síðan 2005. Ein planta sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 2004.Meðalharðgerð planta, lítt reynd, notuð sem grunnstofn í eplarækt.