Malus baccata

Ættkvísl
Malus
Nafn
baccata
Ssp./var
v. mandschurica
Höfundur undirteg.
(Maxim.) Schneid.
Íslenskt nafn
Austraepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Malus sachalinensis (Kom.) Juz.
Lífsform
Lauffellandi tré eða runni.
Kjörlendi
Sól (getur vaxið í dálitlum skugga).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni eða lítið tré.
Lýsing
Lauf breið-oddbaugótt, jaðrar fín-sagtenntir, tennur fáar. Laufleggir og neðra borð laufa dúnhærð í fyrstu. Blóm allt að 4 sm breið, hvít, ilmandi. Bikar og blómleggur dúnhærð í fyrstu. Aldin 12 mm, sporvala, skærrauð.
Uppruni
N Japan, M Kína.
Sjúkdómar
Mikil mótstaða gegn sjúkdómum.
Harka
Z2
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning. ----Fræi er best að sá að haustinu um leið og það er þroskað, geymið sáninguna í sólreit, það spírar oftast síðvetrar. Fræ sem hefur verið geymt þarf það að fá kuldameðferð í rökum mosa eða sandi í 3 mánuði við um 1°C og það ætti að sá því í sólreit strax við fáum fræðið í hendur. Það er óvíst að það spíri fyrr en eftir 12 mánuði eða meir. Dreifplantið hverri kímplöntu í sér pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla. Plönturnar eru hafðar í pottum í sólreit þangað til síðla vors næsta ár, gróðursettar í beð þegar þær eru orðnar nógu stórar, skýlt fyrstu árin.
Notkun/nytjar
Stök tré eða runnar, í þyrpingar, raðir, blönduð limgerði.--------Tegundin er ræktuð vegna ætra epla sinna í Kína og það eru allmörg yrki hafa fengið nafn.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1983 og gróðursettar í beð 1988 hafa kalið ögn af og til gegnum árin, og blómstrað síðustu 4-5 árin. Ein planta sem sáð var til 1980 og gróðursett í beð 1988, kelur talsvert, engin blóm. Ein planta sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1991, kelur lítið.