Malus sargentii

Ættkvísl
Malus
Nafn
sargentii
Íslenskt nafn
Hrísepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars..
Hæð
- 2 m
Lýsing
Runni allt að 2 m, greinar breið-útstæðar, næstum láréttar, þéttar, þyrnóttar. Lauf 5-8 sm, egglaga, djúpsagtennt, með þrjá flipa, skærgræn en verða appelsínugul með aldrinum. Blóm 2,5 sm breið, mörg, tvö og tvö saman eftir endilöngum sprotanum, knúbbar fölleikir, blómin hvít þegar þau springa út. Aldin 1 sm, hnöttótt, dökk rauð, bikar skammær, blómleggir langir. Aldin hanga of fram á næsta vor á runnanum.
Uppruni
Uppruni óþekktur.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.aussiegardening.com.au
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í raðir, í beð, stakstæður runni..
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 19990. Hefur kalið talsvert gegnum árin.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Ekki er vitað um grasafræðilega stöðu en sumir japanskir grasafræðingar álíta hrísepli (M. sargentii) vera samnefni búskaeplis (M. sieboldii). Hrísepli er af mörgum grasafræðingum álitin vera ekki annað en hluti af búskaepli. === Auðræktuð planta, þrífst best í frjóum jarðvegi, helst rakaheldnum og vel framræstum. Þarf helst sólríkan vaxtarstað, en getur þrifist í hálfskugga en það verður uppskeran ekki eins góð.Eplin eru gott fóður handa dýrum, ekki síst fuglum. Víxlfrjóvgast auðveldlega við aðrar Malus-tegundir.