Malus sylvestris

Ættkvísl
Malus
Nafn
sylvestris
Ssp./var
ssp. sylvestris
Íslenskt nafn
Skógarepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
M. acerba. M. communis sylvestris. Pyrus malus.
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleik-hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 7 m erlendis.
Lýsing
Lauffellandi tré eða runni allt að 7 m hátt, greinar stuttar, dálítið þyrnótt, brum lóhærð. Lauf 4-8 sm, oddbaugótt-kringluleit, jaðrar bogtenntir eða grófskertir, næstum hárlaus, laufleggir 2-4 sm, hálf lengd blöðkunnar. Blóm eru tvíkynja, allt að 4 sm breið, bleik-hvít utan, bleikri innan, blómleggur hárlaus, stílar lausir eða dálítið samvaxnir, sléttir. Aldin 2-4 sm, hnöttótt, gulgræn með rauða slikju, súr, aldinleggir stuttir.Skordýrafrævun.
Uppruni
Evrópa.að Bretlandi meðtöldu, frá Skandinavíu suður og austur til Spánar, Grikklands og SV Asíu.
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning. -- Fræi er best að sá að haustinu um leið og það er þroskað, geymið sáninguna í sólreit, það spírar oftast síðvetrar. Fræ sem hefur verið geymt þarf það að fá kuldameðferð í rökum mosa eða sandi í 3 mánuði við um 1°C og það ætti að sá því í sólreit strax við fáum fræðið í hendur. Það er óvíst að það spíri fyrr en eftir 12 mánuði eða meir. Dreifplantið hverri kímplöntu í sér pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla. Plönturnar eru hafðar í pottum í sólreit þangað til síðla vors næsta ár, gróðursettar í beð þegar þær eru orðnar nógu stórar, skýlt fyrstu árin.
Notkun/nytjar
Þolir skerðingu nokkuð vel. Notuð í blandað limgerði
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1980 og gróðursett í beð 1985 hefur kalið talsvert gegnum árin.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Malus sylvestris skógarepli er foreldri ræktaðra epla og oft notað sem ágræðslurót. Malus sylvestris víxlfrjóvgast auðveldlega við aðrar Malus-tegundir.