Malus × zumi

Ættkvísl
Malus
Nafn
× zumi
Ssp./var
v. calocarpa
Höfundur undirteg.
Rehd.
Íslenskt nafn
Skrautepli
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Mikil sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
-6-7.6 m erlendis.
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Lýsing
Útbreiddari í vextinum en aðaltegundin, laufin alltaf heilrend, á greinum sem bera aldin, greinilega sepótt á sterklegum greinum. Blómin nokkru minni, hvít, stílar aðeins 3-4. Aldin 1-1,5 sm, frjó, þétt saman á greinunum, skarlatsrauð, eru á trénu fram á vetur.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z5
Heimildir
1, http://www.learn2grow
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð limgerði, stök eða í þyrpingar. Aldinin eru notuð í matseld. ---Fuglar éta þau líka, tína allt af trjánum yfir veturinn.Tréð þarf löng kuldatímabil að vetrinum til að blómstra mikið að vorinu. ----- Fallegt allan ársins hring.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2002.