Meconopsis betonicifolia

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
betonicifolia
Íslenskt nafn
Blásól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljóspurpura til skær himinblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Skammlíf fjölær jurt, allt að 200 sm há. Stönglar stinnir, uppréttir, hárlausir eða með strjál hár.
Lýsing
Grunnlauf og neðstu stöngullauf allt að 35x 7,5 sm, með legg, aflöng til egglaga, þverstýfð til hjartalaga við grunninn, snubbótt, gróf sagtennt, lítið eitt þornhærð, laufleggurinn greipfættur, efri legglauf segglaus, greipfætt, efstu laufin í gervikrans, styðja blómin. Blómin allt að 6 í dálítið álútum kvíslskúf á axlastæðum blómleggjum allt að 25 sm. Krónublöð 4, öfugegglaga til hálfkringlótt, snubbótt, allt að 5 x 5 sm, ljóspurpura-bleik til skær himinblá. Frjóhnappar eru appelsínugulir eða dökkgulir. Aldin aflöng til aflöng-oddbaugótt, hárlaus til þéttþornhærð, hólfin 4-7, opnast eftir 1/3 af lengd sinni.
Uppruni
Kína (Tíbet, Yunnan, N Burma).
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning (ath. að fjölga bestu plöntunum, þ. e. velja úr bestu plönturnar sem koma upp úr sáningunni til framhaldsrktunar).
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, undir tré.
Reynsla
Harðgerð, auðræktuð, sáir sér.
Yrki og undirteg.
'Alba' eða 'White Swan' er hvítt afbrigði sem ræktað er hérlendis með grágræn blöð og er dugleg að Þroska fræ og sáir sér nokkuð út.