Meconopsis cambrica

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
cambrica
Íslenskt nafn
Gulsól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur, rauðgulur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há. Stönglarnir eru uppréttir, greinóttir, laufóttir. hárlausir eða ögn hærðir.
Lýsing
Grunnlaufin eru djúp fjaðurskipt við grunninn, fjaðurskipt efst, allt að 20 sm, hárlaus til lítið eitt hærð efst, flipar fjaðurskiptir eða óreglulega flipóttir, neðri laufhlutarnir strjálir, efri stöngullaufin hálflegglaus. Blómin stök öxlum efri stöngullaufanna, blómleggur allt að 25 sm.Krónublöð 4 eða mörg hjá yrkjum, öfugegglaga til hálfkringlótt, allt að 3 x 3 sm, gul frjóhnappar gulir. Aldin oddbaugótt-aflöng, 4-7 rifjótt, lokar klofna eftir 1/4 af lengdinni.
Uppruni
V Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning (sáir sér mikið út, þ. e. sú einfalda).
Notkun/nytjar
Í blómaengi, í beð.
Reynsla
Harðgerð en getur orðið að hálfgerðri plágu í görðum líkt og valmúarnir en hún er einnig með langar og gildar rætur eins og þeir.
Yrki og undirteg.
'Francis Perry' er með skarlatsrauð blóm , finnst í görðum hérlendis o. fl.'Flore Pleno' er með með fyllt blóm, gul eða appelsínugul.v. aurantiaca hort. ex Wehrh. Blómin eru appelsínugul.