Meconopsis grandis

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
grandis
Íslenskt nafn
Fagurblásól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura til djúpblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
80-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 120 sm há. Stönglar uppréttir, aftursveigð þornhár.
Lýsing
Grunnlauf og neðstu stöngullaufin allt að 30 sm, mjó öfuglensulaga til oddbaugótt-aflöng, óreglulega sagtennt, breið bogtennt, þornhærð allstaðar, hvassydd, mjókka að leggnum við grunninn, laufleggurinn allt að 17,5 sm. Blómin 3 eða fleiri á axlastæðum blómleggjum sem eru allt að 45 sm lagir. Krónublöð venjulega 4, oft allt að 9, hálfkringlótt eða breið-egglaga, allt að 6 x 5,5 sm, purpura eða djúpblá. Frjóhnappar gulir. Aldin mjó sporvala til aflöng, opnast með 4-6 topplokum.
Uppruni
Himalaja.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð planta og algeng í görðum. Hefur verið lengi í Lystigarðinum, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
'Alba' hvítt yrki. Blendingar blásólar og fagurblásólar eru nokkuð algengir og ganga undir nafninu M. X sheldonii (flækir málið enn).