Meconopsis regia

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
regia
Íslenskt nafn
Kóngablásól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há með mjúk, hvít eða fölgul hár. Stönglar greinóttir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 40 x 9 sm í þéttum blaðhvirfingum, sem lifa af veturinn, mjó-oddbaugótt, mjókka að grunni og oddi, sagtennt, þakin þéttu silfurgráu eða gullnu silkihárum, efri stöngulblöðin legglaus, greipfætt, ekki eins þétthærð. Blómin mörg, á axlastæðum greinum frá efstu laufunum, greinarnar 1-4 blóma. Krónublöðin 4, sjaldan 6, hálfkringlótt, allt að 6 x 5 sm, gul. Frjóhnappar djúp-appelsínugulir. Aldin aflöng til oddvala, með þétt, aðlæg þornhár, opnast með 3-6 topplokum.
Uppruni
M Nepal.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Myndirnar á síðunni eru líklega af Meconopsis napaulensis.