Meconopsis simplicifolia

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
simplicifolia
Íslenskt nafn
Brekkublásól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura-ljósblár.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30-70 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 80 sm há. Stönglar stinnir og kröftugir.
Lýsing
Laufin allt að 37 x 5 sm, í þéttum grunnblaðahvirfingum, með stutt, stinn hár hér og hvar, laufin næstum legglaus eða með lauflegg, öfuglensulaga til til egglaga, mjókka smám saman að grunni, hvassydd til bogadregin í oddinn, með löng, veikbyggð þornhár alls staðar, heilrend eða óreglulega sagtennt til flipótt, laufleggur allt að 20 sm, bandlaga, breiðust við grunninn. Blómin stök, blómleggir 1-5, allt að 70 sm, með aftursveigð þornhár. Krónublöð 5-8, öfugegglaga, allt að 5 x 4 sm, purpura til ljósblá, frjóþræðir purpura til ljósbláir. Frjóhnappar appelsínugulir. Aldin upprétt, mjó-aflöng til aflöng-oddvala, hárlaus til þétt þornhærð, hárin vita aftur, opnast með 4-9 lokum að einum þriðja af lengdinni.
Uppruni
M Nepal, SA Tíbet
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð, reyndist vel í Lystigarðinum.