Meconopsis villosa

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
villosa
Íslenskt nafn
Hærugulsól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há. Stönglar ógreindir, með þétt, útstæð þornhár.
Lýsing
Grunnlauf allt að 12,5 x 12 sm, mynda brúsk, visna fljótt, með lauflegg, egglaga til hálfkringlótt, 3-5 flipótt, lítið eitt broddhærð, bláleit neðan, flipar sljóyddir til bogadregnir. Laufleggir allt að 20 sm, þornhærð, stöngullauf víða á stönglinum, allt að 10 x 10 sm. Blóm 1-5, stök, blómleggir axlastæðir, þornhærðir, allt að 14 sm. Krónublöð 4, hálfkringlótt til egglaga, snubbótt, allt að 2,5 x 3 sm, gul. Frjóþræðir appelsínugulir, frjóhnappar gulir en verða brúnir. Aldin mjó-aflöng til sívöl, allt að 9 x 0,5 sm, opnast með 4-7 lokum eftir hálfri lengd aldisins.
Uppruni
A Nepal - Bhutan.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Yrki og undirteg.
'White Swan' - er með hvít blóm.