Meconopsis x sheldonii

Ættkvísl
Meconopsis
Nafn
x sheldonii
Íslenskt nafn
Glæsiblásól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-90 sm
Vaxtarlag
Blendingur Meconopsis betonicifolia og Meconopsis grandis, dregur dám af báðum foreldrunum.
Lýsing
Laufin aflöng-lensulaga, þornhærð, sagtennt, efstu laufin legglaus, greipfætt. Blómin stök á axlastæðum blómleggjum sem vaxa frá öxlum efstu laufanna. Krónublöð 4, öfugegglaga til næstum kringlótt, allt að 3 sm,blá.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í þyrpingar.
Reynsla
Yrkin hafa reynst vel í ræktun hérlendis.
Yrki og undirteg.
Nokkur í ræktun hérlendis (sbr. myndir) og enn fleiri í ræktun erlendis.