Melica uniflora

Ættkvísl
Melica
Nafn
uniflora
Íslenskt nafn
Stakax
Ætt
Grasaætt (Poaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura, brún slikja.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölært gras, allt að 60 sm hátt. Stönglar ekki aðlægir, mynda þúfu.
Lýsing
Laufblaðkan hvassydd, allt að 20 x 0,8 sm, dúnhærð ofan, skærgræn, slíðrin pípulaga, með týtu í oddinn, lítið eitt hærð eða hárlaus. Puntur lotinn, lítið eitt greindur, allt að 20 x 10 sm, smáöx öfugegglaga, allt að 0,8 sm, purpura eða með brúna slikju, á þráðlaga blómleggjum, allt að 0,5 sm, frjó blóm stök, axagnir jafnstórar, blómagnir á frjóum blómum snubbóttar, sléttar.
Uppruni
Evrópa, SV Asía.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, með runnum.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
'Variegata' - smávaxin planta, með langröndótt blöð, rjómalit og græn, oftar í ræktun en aðaltegundin.