Mentha suaveolens

Ættkvísl
Mentha
Nafn
suaveolens
Yrki form
'Variegata'
Íslenskt nafn
Eplamynta
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 40-100 sm há. Stönglar lítið til þétt hvít-lóhærðir, með eplalykt.
Lýsing
Lauf 3-4,5 x 2-4 sm, legglaus eða með stuttan legg, hrukkótt, dúnhærð bæði ofan og neðan, snubbótt, spjótlaga, mjög sjaldan hvassydd, jaðrar sagtenntir með 10-20 tennur. Kransar margir, venjulega þéttir, mynda endastætt ax, 4-9 sm langt, oft slitrótt neðantil og greinótt. Bikar 1-2 mm, bjöllulaga, hærð, tennur misstórar. Króna hvít eða bleik.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting.
Reynsla
Þrífst vel í grasagarði Reykjavíkur, myndirnar eru teknar þar.