Mertensia lanceolata

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
lanceolata
Íslenskt nafn
Lensublálilja*
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 45 sm, uppréttir eða uppsveigðir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 14 x 4 sm, egglensulaga, hárlaus til stutt-stinnhærð eða bólótt á efra borði en hárlaus á því neðra. Stöngullaufin að 10 x 3 sm, oddbaugótt-aflöng til lensulaga til bandlaga, hvassydd til snubbótt, dúnhærð, legglaus.Blómskipunin skakkgreinótt, líkist punti með aldrinum. Bikar allt að 9 mm, flipar allt að 6 mm, þríhyrndir til lensulaga, yddir eða snubbóttir, hárlausir á ytra borði, randhærðir. Krónan blá, oftast bjöllulaga. Krónupípan allt að 6,5 mm, með hárahring á innra borði við grunninn, krónutunga 9 mm, ginleppar hárlausir eða smádúnhærðir. Frjóhnappar allt að 2 mm. Fræ(hnotir) allt að 3 mm, oftast hrukkóttar.
Uppruni
N Ameríka (Saskatchewan til Nýja-Mexikó).
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Lítt reynd hér. Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar teknar þar.