Mertensia maritima

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
maritima
Íslenskt nafn
Blálilja
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
allt að 100 sm, útafliggjandi.
Vaxtarlag
Stönglar allt að 100 sm. jarðlægir og útbreiddir.
Lýsing
Lauf 2-10 x um það bil 5 sm, egglaga til spaðalaga, snubbótt til langydd, lítið eða þétt nöbbótt á efra borði.Blómleggir 2-30 mm. Bikar 2-6 x 1-4 mm, stækkar við fræþroskann. Króna bleik í fyrstu, verður blá, krónupípan 2-5 mm, flipar 1,5-4 mm, uppréttir. Fræflar styttri og breiðari en frjóþræðirnir. Stíll 2-5 mm. Fræ(hnetur) sléttar, hnöttóttar.
Uppruni
N Ameríka, Grænland, Evrasía.
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að vori, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, fjölæringabeð.
Reynsla
Íslensk tegund, sem vex í fjörusandi og er stundum er flutt í garða, oftast erfitt að halda lífinu í henni þar.