Mertensia oblongifolia

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
oblongifolia
Íslenskt nafn
Brekkublálilja*
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 30 sm háir, uppréttir eða uppsveigðir.
Lýsing
Laufin stinnhærð á efra borði, hárlaus neðan, grunnlauf allt að 8 x 2 sm, mjó oddbaugótt-aflöng til aflöng eða spaðalaga, snubbótt. Stöngullauf allt að 8 x 1,5 sm, oddbaugótt-aflöng til bandlaga, legglaus eða næstum legglaus. Blómskipunin þéttblóma, blómleggir verða að að lokum 1 sm langir, hárlausir til stinnhærðir. Bikar allt að 7 mm, flipar egglaga-þríhyrndir til bandlaga, yddir, randhærðir. Krónan blá, krónupípan allt að 12 mm, hárlaus innan, krónutunga allt að 7 mm, ginleppar áberandi, hárlaus til smádúnhærð. Frjóþræðir allt að 4 mm, frjóhnappar allt að 2 mm, aflangir. Fræ(hnetur) allt að 4 mm, hrukkóttar.
Uppruni
N Ameríka (Montana til N Kaliforníu).
Harka
4
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Mertensia+longifolia,
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Þrífst vel (E3-B05 2009). Er ekki lengur hér 2015.