Mertensia paniculata

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
paniculata
Íslenskt nafn
Sveipblálilja
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur í byrjun, verður blár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
60-80 sm
Vaxtarlag
Stönglar 10-75 sm, uppréttir.
Lýsing
Grunnlauf 5-20 x 2,5-14 sm, oddbaugótt-lensulaga til egglaga eða næstum hjartalaga, snörp á efra borði með stutt, aðlæg hár en hrjúf með strjál hár á neðra borði, laufleggir 10-25 sm. Stöngullauf 5-18 x 1-8 sm, egglaga-odddregin til lensulaga-langydd, laufleggir stuttir eða engir.Blómleggir 1-30 mm, með aðlæg þornhár eða hár á strjálingi, venjulega aftursveigð við aldinþroskann. Bikar allt að 7 mm. Króna bleik, verður blá, stundum hvít. Krónupípa 4,5-7 mm, hærð eða hárlaus að innan. Krónuflipar 6-9 mm, útstæðir. Ginlappar áberandi, hárlausir. Fræflar allt að 3 mm. Fræ(hnetur) hrukkóttar.
Uppruni
Kanada, N Bandaríkin.
Harka
4
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í E3 frá 1986 og þrífst þar vel.