Mertensia pterocarpa

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
pterocarpa
Íslenskt nafn
Vængjablálilja
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Samheiti
Ef til réttara nafn: Steenhammera pterocarpa Turcz.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-40 sm
Vaxtarlag
Stönglar eru uppréttir, 15-40 sm, stundum dálítið greinóttir efst, með gisna blómskipun.
Lýsing
Laufin blágræn, 2,5-5 sm löng, breið-egglaga, með áberand æðastrengi, hærð ofan en hárlaus neðan. Blómin blá eða purpura, krónan 1-1,5 sm löng, flipar stuttir og ögn útstæðir í oddinn. Ein besta tegundin í steinhæðir.
Uppruni
Japan, (aðeins Hokkaido), Kúríleyjar.
Harka
Heimildir
= 3, encyclopaesia.alpinegardensociety.net/plants/Mertensia/pterocarpa, www7a.biglobe.ne.jp/-flower-world/Boraginaceae/Mertensia%20pterocarpa%20yesoensis.htm
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem undirgróður, í steinhæðir.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2011 0g plantað í beð 2012. Þrífst vel í Lystigarðinum.