Mertensia sibirica

Ættkvísl
Mertensia
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Síberíublálilja
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Samheiti
Pulmonaria sibirica L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blápurpura.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar liggja þversum í jarðveginum. Stönglar oftast stakir, 30-60 sm háir, hárlausir, greiptir, aðeins blómskipunin er greinótt.
Lýsing
Grunnlauf með 25 sm langan legg, blaðkan egglaga til egglaga-aflöng, allt að 20 sm, kjötkennd, bláleit en með hvelfda depla á neðra borði, breiðfleyglaga eða ögn hjartalaga, stuttydd, hliðastrengir bogaformaðir, upphleyptir á neðra borði, legglauf legglaus, oddbaugótt til bandlaga-aflöng, 3-7 x 1-1,2 sm, grunnur mjókkar smám saman, oddur hvassyddur eða langyddur. Blómskúfar oftast 2 eða 3, endastæðir, fara að líkjast punti með aldrinum, 6-8 sm, hárlausir, blómfáir, aðalgreinin bogin. Blómleggur 2-7 mm, oftast sveigður til hliðar, lítið eitt baksveigður. Blómin með löngu millibili. Bikar bjöllulaga, um 5,5 mm, 5-deildur næstum að grunni, flipar mjó-egglaga til band-egglaga, snubbóttir. Krónan blá, um 1,4 cm, krónupípan um 8 x 4,5 mm, ginleppar í þverfellingum, um 0,3 mm, sléttir. Krónutungan lítið eitt styttri en krónupípan, flipar dálítið útstæðir, breiðegglaga, um 3,5 mm, heilrendir eða bugðóttir, snubbóttir, æðar greinilegar. Fræflar festir neðan við kólfendana, frjóþræðir tungulaga, um 2,5 mm, frjóhnappar bandlaga-aflangir, um 3 mm, dálítið dúhærðir, grunnur gleiður, oddur snubbóttur. Stíll þráðlaga, um 1,5 sm, nær um 3 mm fram úr krónunni, fræni skífulaga. Fræhnotir hvítar, hálfnýrlaga, 4-5 mm, dálítið netæðahrukkóttar, hárlausar.
Uppruni
Kína, Shanxi (Rússland).
Harka
3
Heimildir
= 1,2, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200019093,
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í sumarbústaðaland.
Reynsla
Í E3 frá 1995. Ljókkar eftir blómgun og er þá best að klippa hana alveg niður, og kemur hún þá aftur með falleg blöð, sáir sér mikið og því ekki mjög æskileg garðplanta, þarf uppbindingu eða stuðning. Er ekki lengur í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Alba' er með hvít blóm.