Meum athamanticum

Ættkvísl
Meum
Nafn
athamanticum
Íslenskt nafn
Bjarnarrót
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, hárlaus, með sterkan ilm sem ninnir á anís. Stönglar 7-60 sm, holir. Jarðstönglar á kafi í grófum, trefjóttum leifum stöngla. Lauf flest grunnlauf, skærgræn, mjúk, 3-4 fjaðurskipt með 3-10 pör af þéttum, þráðlaga flipum, 2-5 mm. Engin stoðblöð eða 2, þornkennd, oft smá. Engar bikartennur.
Lýsing
Krónublöð hvít eða purpura, egglaga, oddur ± innsveigður. Aldin 4-10 mm, egglaga-aflöng, tæplega hliðflöt, hryggir mjög áberandi, grófir.
Uppruni
Fjöll í V og M Evrópu.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
7
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, steinhæðir. Laufin er hægt að nota til að krydda kjötsúpu og pottrétti.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem þrífst vel. Skiptið plöntunni sjaldan eða aldrei, hún þolir illa flutning og umrót er annars nægjusöm og harðgerð tegund.