Mimulus cardinalis

Ættkvísl
Mimulus
Nafn
cardinalis
Íslenskt nafn
Skarlatstrúður
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skarlatsrauð með gulu gini.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
40-120 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar 40-120 sm háir, uppréttir, greinóttir, hærðir, lítið eitt kirtilhærðir.
Lýsing
Lauf egglaga til aflöng-oddbaugótt, smá- og hvasstennt og bylgjutennt, kirtil-dúnhærð, efstu laufin greipfætt við grunninn, þau stærstu 7-11 sm, æðar 3-5, langsum. Blómleggir 5-8 sm, bikar 2,5-3 sm, með ferkantaða vængi, flipar næstum jafnstórir, hvassyddir, 3-5 mm. Krónan 4,5-5 sm, áberandi tvívara, efri vörin bogsveigð og uppsveigð, neðri vörin niðursveigð og baksveigð, fliparnir skarlatsrauðir, gin mjótt með gula slikju, með 2 hryggi gulhærða að framan, frjóhnappar randhærðir, ná fram úr blóminu. Fræni lítillega kögruð. Fræhýði 16-18 mm, klofnar gegnum oddinn á skálpinum.
Uppruni
N Ameríka (Utah - Oregon).
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning, græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Viðkvæm-meðalharðger, hefur verið ræktaður sem sumarblóm hérlendis en á Það til að lifa í nokkur ár.