Mimulus lewisii

Ættkvísl
Mimulus
Nafn
lewisii
Íslenskt nafn
Rósatrúður
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkrósrauður.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, kirtildúnhærð. Stönglar 30-90 sm eða hærri, mikið greinir, trékenndir, dúnhærðir.
Lýsing
Laufin 3-7 sm, aflöng-oddbaugótt, með smáar bylgjutennur, neðri laufin með ógreinilegan legg, önnur mjókka að grunni eða eru greipfætt, æðastrengir 3-5, liggja langsum. Blómleggir sterklegir, 3-10 sm. Bikar með ferköntuð rif, 2-3 sm, flipar næstum jafnstórir, þríhyrndir með týtu, 4-6 mm. Króna 2-5 sm, flipar dálítið mismunandi, rauðrófupurpura eða sjaldan hvít, gin bjöllulaga með 2 gula hárhryggi að framan og dumbrauða bletti, frjóhnappar kögraðir, fræni ögn randhært. Fræhýði 14 mm, klofnar frá toppnum alveg að grunni.
Uppruni
N Ameríka (Alaska - Kalifornía).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning, (sjálfsáning er algeng), græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í kanta, í hleðslur, sem undirgróður, í beð.
Reynsla
Meðalharðgerður-harðgerður, en getur átt það til að deyja alveg út eftir nokkur ár.