Mimulus x burnetii

Ættkvísl
Mimulus
Nafn
x burnetii
Íslenskt nafn
Dröfnutrúður
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Kopargulur með dökkrauða bletti.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Þetta er blendingur Mimulus cupreus og Mimulus luteus. Fjölær jurt. Stönglar mynda þúfu, allt að 30 sm háa. Myndar allnokkrar breiður þar sem það þrífst vel.
Lýsing
Laufin egglaga til aflöng, æðastrengir handskiptir. Blóm kopargul. Krónan með gult gin, blettótt í góminn.
Uppruni
Garðablendingur. (Aberdeen, um 1901).
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning, græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í kanta, í hleðslur, sem undirgróður, í beð.
Reynsla
Dröfnutrúður (Mimulus x burnetti) er meðalharðgerður-viðkvæmur, er yfirleitt skammlífur.