Minuartia laricifolia

Ættkvísl
Minuartia
Nafn
laricifolia
Íslenskt nafn
Breiðunóra
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Samheiti
Alsine striata, Arenaria laricifolia
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær, lausþýfð jurt, trékennd við grunninn, 10-20 sm há eða hærri.
Lýsing
Lauf 1-2 sm löng, með burstahár, stinn og dálítið sigðlaga. Blómin eru hvít, 1-1,5 sm í þvermál, í 1-6 blóma skúf.
Uppruni
Fjöll á Spáni til Alpafjalla í Austurríki og Karpatafjöll.
Heimildir
= http://encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Minuartia/laricifolia
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Hefur lifað nokkur ár í Lystigarðinum.