Mitella pentandra

Ættkvísl
Mitella
Nafn
pentandra
Íslenskt nafn
Topphúfa
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 40 sm há.
Lýsing
Lauf 4-5 sm breið, með 5-9 flipa, tví-bogtennt. Blómstönglar hárlausir eða með 1-2 lítil hreistur. Blómin 6-25 saman, bikarblöð 3-4 mm breið, krónublöð græn, 2-3 mm, fjaðurskipt í 8 flipa.
Uppruni
NV N Ameríka (Alaska til Kalifornía).
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í breiður, í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Þokkalega harðgerð planta, sáir sér dálítið.