Muscari armeniacum

Ættkvísl
Muscari
Nafn
armeniacum
Íslenskt nafn
Demantsperlulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
M.szovitsianum Baker, M. cyaneo-violaceum Turrill.
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærhiminblár.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Lauf 3-7 (oftast 3-7), band-öfuglensulaga, efra borð oft ljósara en það neðra. Laukar oft með æxlilauka.
Lýsing
Blómskipunin þéttblóma, blómin skarast eða eru samliggjandi. Frjó blóm eru öfugeglaga til aflöng-krukkulaga, skærhiminblá, stundum með daufa eða sterka purpura slikju, sjaldan öll hvít, 3,5-5,5 x 2,3-3,5 mm. Flipar alltaf ljósari en pípan eða hvítir. Ófrjó blóm fá, minni og ljósari en þau frjóu, sjaldan eins á lit og þau frjóu.
Uppruni
SA Evrópa, Kákasus, Litla Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 8-10 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómaengi, sem undirgróður, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð planta, góð til afskurðar, ilmar,
Yrki og undirteg.
margar sortir en sú frægasta er 'Heavenly Blue', Þess utan má nefna 'Blue Spikes' og fleiri