Muscari aucheri

Ættkvísl
Muscari
Nafn
aucheri
Íslenskt nafn
Vínperlulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Botryanthes aucheri Boisser, Muscari tubergenianum Turrill.
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Apríl.
Hæð
20-25 sm
Vaxtarlag
Lauf 2 (sjaldan 3-4) upprétt-útstæð, sigðlaga, oft samhverf, spaðalaga (stundum mjóspaðalaga), 5-20 sm x 2-15 mm. Efra borð fölgrænt, bláleitt, oddur hettulaga.
Lýsing
Klasar þéttblóma, egglaga eða sívalur. Frjóu blómin næstum hnöttótt eða öfugegglaga, 3-5 x 2,3-5 mm, skær himinblá, sjaldan hvít, flipar fölblárri eða hvítir. Ófrjóu blómin stærri eða minni, ljósari, jafn mörg og þau frjóu eða færri.
Uppruni
Tyrkland (Persía).
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á um 8 sm dýpi (fjölgar sér hægt).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í þyrpingar.
Reynsla
Til er í Lystigarðinum planta sem kom sem laukur 2001 þrífst vel. Harðgerð planta, lítt reynd hérlendis, ágæt til afskurðar.
Útbreiðsla
M. aucheri sem er í ræktun er oft eftirsóknarverða afbrigðið sem var þekkt sem M. tunbergianum, sem er með áberandi skúf af ófrjóum blómum (sem eru ljósari en þau frjóu) í efri hluta klasans.