Muscari comosum

Ættkvísl
Muscari
Nafn
comosum
Íslenskt nafn
Fjaðurperlulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærfjólublár.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Laukar allt að 3,5 sm, engir hliðarlaukar, laukhýði bleik. Lauf 3-7, upprétt til útstæð, bandlaga og rennulaga.
Lýsing
Klasinn strjálblóma, frjó blóm 5-9 mm, aflöng-krukkulaga, brún-ólífulit, flipar rjómalitir eða gulbrúnir. Ófrjó blóm hálfhnöttótt eða öfugegglaga, sjaldan pípulaga, skærfjólublá á þykkum skærfjólubláum, uppréttum blómlegg, myndar áberandi endaskúf.
Uppruni
S & M Evrópa, N Afríka, SV Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, laukar lagðir í september á um 8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð plant, lítt reynd hérlendis. Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2002, enn í sólreit.