Muscari macrocarpum

Ættkvísl
Muscari
Nafn
macrocarpum
Íslenskt nafn
Ilmperlulilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Laukar 2-4 sm í þvermál, rætur sverar. Lauf allt að 30 sm löng, grágræn, mynda brúsk.
Lýsing
Klasar strjálblóma, 20-30 blóma, frjó blóm 8-12 mm, aflöng-krukkulaga, bláfjólublá í fyrstu en verða gul, víkka út að toppinum og mynda brúna eða gula krónu, ófrjó blóm með purpuraslikju, fá eða engin.
Uppruni
Eyjahafseyjar, V Tyrkland.
Harka
7
Heimildir
= 1, https://en.wikipedia.org/wiki/Muscari-macrocarpum, www.waysidegardens.com/golden-fragrance-grape-hyacinth-pack-of-10/p/08719-PK-10
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Í kanta á hlýjum og sólríkum stað.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.